Leikur kvöldsins.

Í kvöld fer fram síðasti leikur íslandsmótsins í meistaraflokki karla en þá mætast Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í Egilshöllinni og hefst leikurinn klukkan 19.30. Leikurinn sem slíkur hefur ekki mikla þýðingu en SR-ingar munu sjálfsagt nýta sér leikinn til að slípa leik sinn enn betur saman fyrir úrslitin gegn SA-mönnum. Eitthvað er mannabreytingar í liðunum og þannig er Daniel Kolar meiddur hjá SR-ingum en Arnþór Bjarnason er hinsvegar mættur aftur til leiks. Hjá Bjarnarmönnum er Brynjar Þórðarson meiddur en ekki annað vitað en aðrir leikmenn séu heilir.

HH