Leikur kvöldsins.

Úr leik á íslandsmótinu                                                                                                         Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leiku Jötna og Húna. Leikurinn fer fram í skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Bæði lið geta nokkuð vel við unað hvað árangur varðar þetta árið en Jötnar hafa leikið fimm leiki á tímabilinu og hafa fengið úr þeim 12 stig eða jafnmörg stig og allt síðasta tímabil. Húnar á hinn bóginn hafa leikið einum leik fleira og eru með 11 stig sem er fimm stigum meira en liðið náði allt árið í fyrra. 

Bæði lið mæta ágætlega mönnuð til leiks í kvöld og því mega þeir sem skella sér í höllina á Akureyri eiga von á skemmtilegri viðureign í kvöld.

HH