Leikur kvöldsins.

Leikur kvöldsins er leikur SR-inga og Narfamanna í meistaraflokki karla sem fram fer í Laugardalnum og hefst klukkan 20.30. Narfamenn hafa átt erfitt uppdráttar í allan vetur og ekki ólíklegt að svo verði einnig í kvöld. Heyrst hefur að SR-ingar séu að hefja sitt annað undirbúningstímabil og nú sé horft til að mæta í toppformi í úrslitakeppnina. Bjarnarmenn eru að sjálfsögðu ekki á því að SR-ingar séu komnir þangað enda enn nóg af stigum í pottinum. Tómas Tjörvi mun sjálfsagt gera aðra atlögu að Kára Valssyni og ekki fagna minna en síðast þegar líðin áttust við.

HH