Leikur kvöldsins - Úrslitakeppni

Í kvöld fer fram fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni og eins og íshokkíáhugamenn vita þá eru það lið SR og SA sem keppa um titilinn að þessu sinni. Leikurinn er í Laugardalnum og hefst stundvíslega klukkan 20.00. SR-ingar verða vonandi, þeirra vegna, komnir niður úr skýjunum eftir góða ferð norður um síðustu helgi. Þar öttu þeir kappi tvívegis við norðanmenn og höfðu sigur í bæði skiptin, næsta auðveldlega. SA-menn voru ekki sjálfum sér líkir og í þá vantaði bæði liðsheild og baráttu. Ætli þeir sér að eiga möguleika í SR-inga er ráðlegt fyrir norðanmennn að finna það hvorutveggja sem fyrst. Ekki er vitað annað en að allir leikmenn liðanna séu heilir en einsog kom fram í síðustu frétt hér á heimasíðunni okkar eiga tveir leikmenn SR uppsöfnuð GM og eru því í leikbanni. Semsagt stórleikur í Laugardalnum í kvöld.

Myndina tók Margeir Örn Óskarsson

HH