Leikur kvöldsins ofl.Vegna óveðurs og rafmagnsleysis sem gekki yfir landið norðanvert í gærdag lá heimasíða ÍHÍ niðri töluverðan tíma í gærdag. Umfjöllun um leiki helgarinnar kemur því inn síðar í dag eða þegar leikskýrslur hafa borist.

En þrátt fyrir veður og aðra óáran þá verður spilað í kvöld en þá mætast  Skautafélag Reykjavíkur og Húnar. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 20.00. Heimaliðið, þ.e. Skautafélag Reykjavíkur hefur misst nokkuð af mannskap síðan á síðasta tímabili. Félagið á hinsvegar ungan og efnilega hóp sem þetta misserið mun hljóta mikla reynslu í baráttunni sem framundan er. Húnarnir ættu að geta mætt í leikinn með ágætlega skipað lið og þrátt fyrir að liðið ætti á brattann að sækja síðasta tímabil náði það að stela stigum.

HH