Leikur kvöldsins - helgin framundan

Í kvöld leiða saman hesta sína Narfinn og Skautafélag Reykjavíkur. Leikið er í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.30. Narfamenn virðast eiga erfitt uppdráttar þessa dagana og hinir ósigruðu SR-ingar munu eflaust sýna þeim í tvo heimana í kvöld.

Reynt verður að senda leikinn út í beinni útsendingu á netinu, en tæknimenn sambandsins telja að nú fari að sjá fyrir endann á þeim tæknilegu vandamálum sem hafa verið að stríða okkur í upphafi tímabilsins.

Um komandi helgi fer fram bikarmót 4. flokks á Akureyri. Mót þetta er ekki hluti að Íslandsmóti heldur hugsað sem viðbót og sett á til að auka leikjafjölda leikmanna yfir keppnistímabilið.

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH