Leikur kvöldsins - Björninn - SR

Þegar líðandi vika verður á enda komin verður þjóðin líklegast búin að semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, en það sem öllu meira máli skiptir, þá verður sex umferðum lokið í Íslandsmótinu í íshokkí. Þannig háttar nefnilega til að í vikulok hafa öll liðin leikið sex leiki og því rúmlega fjórðungur af mótinu búinn. Í kvöld byrjar fjörið því þá mætast í Egilshöllinni lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður að sjálfsögðu hin besta skemmtun og ekki annað vitað en að allir leikmenn beggja liða séu heilir heilsu. Samkvæmt heimasíðu SR-inga hefur þeim bæst við liðstyrkur síðan í síðasta leik en Gauti Þormóðsson er kominn heim aftur frá Kanada. Telja má allgóðar líkur á að SR-ingar nýti krafta hans í kvöld.
Bjarnarmenn lögðu SR-inga nokkuð örugglega í síðasta leik og ætla sér örugglega að reyna að endurtaka leikinn jafn mikið og SR-ingar hafa engann áhuga á því. Sjáummst í Egilshöll klukkan 19.30!

Myndina tók Jakob Fannar Sigurðsson.

HH