Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

Bæðin liðin eru þetta tímabilið að byggja upp meiri breidd í lið sín og ber leikur þeirra stundum nokkurn keim af því. Allt mun þetta þó skila sér á komandi árum í fleiri góðum leikmönnum og meiri keppni í meistaraflokki kvenna. Norðanstúlkur bera þessa mánuðina nokkuð höfuð og herðar yfir sunnan liðin og því nauðsynlegt að þau styrkist. Leikið verður strax aftur í kvennaflokki um komandi helgi því þá halda SR-konur norður yfir heiðar og leika gegn Ynjum.

Einhverrar þreytu  og minniháttar meiðsli gæti verið að finna hjá einstaka leikmönnum og þá sérstaklega þeim sem tóku þátt í æfingum og leikjum landsliðsins um liðna helgi.  

HH