Leikur kvöldsins

Úr síðasta leik liðanna                                                                                 Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.30.

Gera má ráð fyrir að leikur liðanna í kvöld verði æsispennandi og hin besta skemmtun. Síðast þegar þessi sömu lið mættust, um miðjan desember, leiddu Bjarnarmenn leikinn lengi vel en með mikilli hörku tókst SR-ingum að jafna þegar skammt var til leiksloka. Leikurinn fór því í framlengingu og þar tryggði Daniel Kolar SR-ingum aukastigið sem í boði var. Bæði lið munu stilla upp sterkum liðum. Bjarnarmenn eiga að geta stillt upp sínu sterkasta liði en hjá SR-ingum vantar þó Robbie Sigurdsson sem spilaði með liðinu fyrir jól og varnarmaðurinn Þórhallur Viðarsson hefur ekki verið með í undanförnum leikjum. SR-ingar hafa hinsvegar fengið Pétur Maack til baka frá Svíþjóð einsog kom fram hér á síðunni nýlega.

HH