Leikur kvöldsins

Úr síðasta leik liðanna                                                                                           Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Jötna og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 19.30

Einsog staðan er núna í meistaraflokki karla skiptir hvert einasta stig máli og því er hægt að lofa spennandi leik. Liðin hafa þrisvar sinnum mæst í vetur. Björninn vann fyrstu tvö leikina næsta auðveldlega en síðasti leikur var hádramatískur með öllu þvi sem góður hokkíleikur á að bjóða uppá. Leikurinn endaði 3 - 4 Birninum í vil en Jötnar fengu kjörið tækifæri til að jafna leikinn þegar þeir fengu vítaskot á lokamínútunni. Skotið var hinsvegar varið og því fór sem fór.

HH