Leikur kvöldsins

Í kvöld klukkan 19.00 fer fram í Skautahöllinni á Akureyri síðasti leikurinn í úrslitakeppni karla í íshokkí þegar SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur eigast við. Þetta er fimmta viðureign félaganna í úrslitakeppninni og verður leikið til þrautar þangað til úrslit fást. 

Fyrir bæði liðin er því að duga eða drepast og líklegt að allir leikmenn munu gefa allt sitt í leikinn. Eitthvað er um að stuðningsmenn SR-inga taki sér ferð norður til að hvetja sína menn og norðanmenn munu ekki láta sitt eftir liggja. Það verður því mikið fjör á pöllunum og vonandi ekki minna fjör á ísnum.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH