Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er að sjálfsögðu annar leikur Skautafélags Reykjavíkur og SA Víkinga en leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 20.15.

Eins og flestum er ljóst unnu SR-ingar fyrsta leikinn í úrslitakeppninni með sex mörkum gegn fjórum í leik sem fram fór á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Norðanmenn eiga því harma að hefna og ætla sér sigur í kvöld. SR-ingar sjá hinsvegar fram á að verða komnir í þægilega stöðu nái þeir að landa sigri. Það er því hægt að lofa skemmtilegum leik á ísnum í kvöld og um að gera fyrir stuðningsmenn beggja liða að láta sjá sig.

Mynd Sigurgeir Haraldsson

HH