Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur SA Jötna og Skautafélags Reykjavíkur og fer hann fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.
Liðin léku síðast um miðjan janúar og fór sá leikur fram í Laugardalnum og lauk með sigri SR-inga 5 -4 eftir framlengingu og gullmark. Því ætti að vera hægt að lofa jöfnum og spennandi leik í kvöld þegar liðin mætast. Bæði liðin munu stilla upp sterkum liðum þótt eitthvað sé um meiðsli.

Síðar í dag verður vonandi hægt að birta uppfærða tölfræði bæði hjá konum og körlum.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH