Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur SA Víkinga og Bjarnarins sem fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Víkingar geta verið ánægðir með uppskeruna um liðna helgi enda náðu þeir í fimm stig af sex mögulegum. Víkingar eru hinsvegar að leika sinn þriðja leik á fimm dögum og því ekki ólíklegt að smá þreyta sitji í liðinu. Bjarnarmenn munu að sjálfsögðu reyna að nýta sér það og mæta með fullskipað lið og spila á eins mörgum leikmönnum og hægt er.

Leikirnir um helgina voru hraðir og skemmtilegir og það ætti svipað að vera upp á teningnum í kvöld. Bein textalýsing verður frá leiknum og er hægt að fylgjast með honum hér.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson.

HH