Leikur kvöldsins

Í kvöld klukkan 20.15 leika Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 20.15.

Síðasti leikur liðanna var sveiflukenndur í meira lagi. Bjarnarmenn komu grimmir inn í fyrstu lotu en SR-ingar svöruðu hressilega fyrir sig í næstu tveimur lotum.

Hjá SR-ingum er Ragnar Kristjánsson meiddur en einnig glíma þeir Svavar Steinsen og Hjörtur Hilmarsson við meiðsli. Bjarnarmeginn er Gunnar Guðmundsson á sjúkralistanum en heyrst hefur að Sergei Zak hyggist bregða sér í gallann aftur eftir nokkuð langt hlé.

En hvað sem meiðslum líður þá er nóg af mannskap í góðan hokkíleik í kvöld og það munu áhorfendur fá.

Síðar í dag gæti komið frétt með tengli þar sem hægt verður að fylgjast með netútsendingu frá leiknum.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH