Leikur kvöldsins

Þeir sem heimsækja Skautahöllina í Laugardal í kvöld klukkan 20.15 geta átt von á að sjá hörkuspennandi leik því þá mæsta Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkinga í meistaraflokki karla.

Eftir tap í fyrsta leik hafa SR-ingar verið að ná sér á strik í leikjunum sem á eftir hafa komið. Ragnar Kristjánsson er enn meiddur hjá SR-ingum og ekki er fullvíst hvort Steinar Páll Veigarsson verður klár í slaginn.

SA Víkingar eru enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki Hjá SA Víkingum er Ingvar Þór Jónsson enn meiddur en aðrir leikmenn eru heilir og klárir í slaginn. 

Mynd: Sigurgeir Haraldsson.

HH