Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer í skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.00. Það er talsverð nýbreytni fyrir norðanmenn að geta skellt sér á leik í miðri viku en með þessu er ÍHÍ að svara beiðni þjálfara liðanna um að leikjaprógrammið sé þétt.

Ekki er annað vitað en að allir leikmenn séu heilir heilsu í báðum liðum, þ.e. þeir leikmenn sem leikið hafa undanfarna leiki. Það þýðir að Josh Gribben og Jón B. Gíslason eru enn fjarverandi í liði norðanmanna en maður kemur í manns stað.

SR-ingar hafa oft á tíðum geta strítt SA-mönnum á heimavelli þeirra þannig að leikurinn í kvöld verður örugglega hin besta skemmtun. Við sem komust ekki getum fylgst með leiknum hér eða undir "Bein útsending" hægra meginn á heimasíðunni.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH