Leikur kvöldsins

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mætast í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.00. Fyrir hokkíþyrsta reykvíkinga er þetta eini leikurinn í meistaraflokki á næstu dögum. Næsta helgi fer í landsliðsæfingar hjá landsliðum Íslands, þ.e. U18 ára liðinu ásamt kvenna- og karlaliðinu.

En aftur að leiknum því liðin hafa ást við átta sinnum þetta árið og fimm leiki hafa SR-ingar unnið en Bjarnarmenn hafa landað þremur sigrum. Eitthvað er um meiðsli og leikbönn en leikmenn munu sjálfsagt gera sitt ítrasta til að mæta enda styttist í landsliðsbúðir og leiki og því um að gera að sýna sig á svellinu. Samkvæmt vef þeirra SR-inga er frítt á leikinn í kvöld og því um að gera að ylja sér við góðan hokkíleik í skammdeginu.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH