Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur Skautafélags Reykjavíkur gegn Birninum í meistaraflokki karla. Leikurinn er í Laugardalnum og hefst klukkan 19.00 að staðartíma.

Ef litið er á þá leiki sem eftir eru þá sést að með sigri nær Björninn enn að halda í möguleika um að komast yfir SR-inga að stigum. Til þess þurfa að sjálfsögðu öll úrslit sem á eftir koma af vera þeim hagstæð. SR-ingar hinsvegar með sigri í kvöld loka algjörlega á möguleika Bjarnarins þannig að enginn þarf að efast um að menn leggja sig fram í kvöld.

Einhver flensuskítur hefur verið að pirra liðin en það kemur þó ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig uppstillingin verður.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH