Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 19.30. Liðin hafa fram að þessu leikið sex leiki og skipta með sér vinningum, þ.e. bæði lið hafa unnið þrjá og tapað þremur. Lítið er vitað hvernig liðsmenn Bjarnarins koma undan jólasteikinni en SR-ingar sýndu það um síðustu helgi að hún fór ágætlega ofan í þá. Bjarnarmenn munu án nokkurs vafa sakna markvarðar síns, Dennis Hedströms, sem hélt til síns heima fyrir jól. En maður kemur í manns stað. Eitthvað er um meiðsli í báðum liðum en samt hægt að lofa spennandi og skemmtilegum leik í kvöld.

HH