Leikur kvöldsins

Í kvöld leika í Skautahöllinni í Laugardal lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram eins og áður segir í Laugardalnum og hefst klukkan 19.00. Eins og staðan er núna er báðum liðunum nauðsynlegt að fá stigin sem í boði eru en Bjarnarmenn hafa einungis þrjú stig eftir sex leiki en þau þrjú stig fengust eimitt á móti SR-ingum. SR-ingar á hinn bóginn vilja hvorki láta Bjarnarmenn nálgast sig og því síður láta Akureyringa stinga sig af. Úlfar Jón Andrésson er kominn til landsins úr heimsreisu og leikur líklegast með Birninum og heyrst hefur að SR-ingurinn Þorsteinn Björnsson hafi verið að mæta á æfingar hjá sínu liði og gæti hann sést á svellinu í kvöld. Þetta er að sjálfsögðu góð búbót fyrir bæði lið þó að fyrrnefndir leikmenn séu ekki komnir í fulla leikæfingu.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson.

HH