Leikur kvöldsins

Björninn og SR leika í kvöld í öðrum flokki karla. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.00. Leikir í þessu flokki þykja oft hin besta skemmtun og því ástæða til að hvetja fólk til að mæta. SR-ingar hafa sýnt að þeir eru með sterkt lið í þessum flokki og markmið hinna liðanna hlýtur því að vera að stela stigum af þeim. Bjarnarmenn hafa hinsvegar tapað báðum leikjunum sem þeir hafa spilað til þessa í flokknum og ef þeir ætla að vera með þá þurfa þeir að fara að spýta í lófana og ná hagstæðum úrslitum.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH