Leikur kvöldsins

Nú er íshokkívertíðin að komast á fullt og eins gott að taka kvöld og helgar frá fyrrir sportið. Í kvöld mætast Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 19.00. Aðeins hefur kvarnast úr SR-liðinu síðan á síðasta tímabili en Gauti Þormóðsson hélt utan til náms, Stefán Hrafnsson gekk yfir í SA. Einnig hefur Þorsteinn Björnsson tók sér tímabundið frí og Birgir Örn Sveinsson markvörður ákvað að leggja skautana á hilluna eftir mörg góð ár í sportinu. Birninum bættist við liðsauki í markið en þar er á ferðinni landsliðsmarkvörðurinn Dennis Hedström, Trausti Bergmann er ennþá fjarverandi vegna vinnu og ekki er vitað hvort Sergei Zak spilar en hann varð fyrir því óláni að misstíga sig við að skokka. Leikurinn hefst óvenjulega snemma og því enn meiri ástæða til að láta sjá sig og hvet sitt lið.

HH