Leikur kvöldsins

Í kvöld mætast í Egilshöllinni lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Bæði lið þurfa á sigri að halda ef þau ætla sér ekki að láta norðanmennina í Skautafélagi Akureyrar stinga sig af. SR-ingar munu að því er best er vitað mæta með sitt sterkasta lið nema hvað markverja þeirra Birgir Örn Sveinsson gæti verið tæpur. Ævar Björnsson varamarkverja þeirra SR-inga hefur hinsvegar sýnt að hann er á hraðri uppleið og því ættu SR-ingar ekki að þurfa að kvíða framtíðinni. Hjá Bjarnarmönnum er Lauri Iso-Antilla að berjast við meiðsli í hné og ekki vitað hvort hann kemur meira við sögu þetta leiktímabilið.

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH