Leikur kvöldsins

Í kvöld er komið að öðrum jólaleiknum af tveimur yfir hátíðarnar. Narfamenn taka þar á móti Bjarnarmönnum í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 19.30. Þrátt fyrir að Narfamenn hafi bætt fáeinum leikmönnum í liðið með STF-samningum töpuðu þeir stórt gegn SR-ingum í síðasta leik. Hraðinn í þeim leik var þó öllu meiri en sést hefur í Narfaleikjum hingað til og ungu mennirnir frískuðu töluvert upp á liðið þótt þeir mættu stundum aðeins meira láta finna fyrir sér. Heyrst hefur að Helgi yfir Narfi, hafi ásamt öðrum Nörfum, verið í ströngu aðhaldi um jólin til að koma sem best undirbúnir fyrir þennan leik. Þjálfari Bjarnarmanna verður fjarri góðu gamni en hann dvelur á heimaslóðum í Finnlandi þessa daga.

HH