Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Narfa. Leikið verður í Laugardalnum og hefst leikurinn að venju klukkan 20.30. Narfamönnum hefur heldur betur bæst við liðsauki á síðustu vikum en eftirfarandi leikmenn hafa bæst við í leikmannahópinn:

Frá Birninum: Styrmir Örn Snorrason 
Einar Svein Guðnason 
Carl Jónas Árnason 
Gunnar Örn Jónsson 
Gunnlaugur Þorsteinsson

og frá SR:
Sindri Sigurjónsson  
Sindri Gunnarsson  
Hjörtur Hilmarsson  
Styrmir Friðriksson  
Tómas Tjörvi Ómarsson  
Kristján Friðrik Gunnlaugsson

Þetta er að sjálfsögðu tilvalið tækifæri fyrir þessa leikmenn til að auka við spilamennsku sína og mun án efa auka hraðann í leik Narfamanna. Einnig hefur verið að bætast við í Narfaliðið jafnt og þétt svo að yfirlýsingar yfir Narfans, þ.e. Helga Páls, eiga síst eftir að minnka enda liðið orðið að fréttaefni blaðanna en myndin sýnir eimitt framkvæmdastjóra Narfa með fyrsta bikarinn sem Narfi fær í hilluna sína.

HH