Leikur kvöldsins

Rétt í þessu var að ljúka leik Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur en leikurinn fór fram í Skautahöllinni á Akureyri. Greinilegt er að barátta SR-inga við veðurguðina hafði engin áhrif á þá en á tímabili var óttast að fresta þyrfti leiknum vegna slæmrar veðurspár. Úrslitin urðu 3 - 6 SR í vil en leikurinn var í járnum allan tímann. Staðan eftir fyrstu lotu var 1 - 3 SR-ingum í vil og fljótlega í annarri í lotu bættu SR-ingar fjórða markinu við. Í lok 2. lotu var staðn því 1 - 4. Norðanmenn voru ekki að baki dottnir og skorðu fljótlega í byrjun þriðju lotu tvö mörk og því mikil spenna í leiknum því staðan var 3 - 4 allt þar til 40 sekúndur voru eftir. Þá gerðu SR-ingar út um leikinn með tveimur mörkum enda SA-menn búnir að taka markmann sinn af velli. Lokastaðan var því 3 - 6 og engin hætta á að spennan minnki í deildinni.

Mörk og stoðsendingar SA:

Jón Gíslason 1/1
Tomas Fiala 1
Andri Már Mikaelsson 1
Sindri Björnsson 0/1
Steinar Grettisson 0/1

Brottvísanir SA: 26 mín.

Mörk og stoðsendingar SR:

Gauti Þormóðsson 1/2
Daniel Kolar 1/2
Egill Þormóðsson 1/1
Martin Soucek 1
Ragnar Kristjánsson 1
Petur Maack 1/1
Stefán Hrafnsson 0/1

Brottvísanir SR: 28 mín.

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH