Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er viðureign Narfa og SR-inga og hefst hann klukkan 20.30 í Laugardalnum. Ekki er enn vitað hvort Narfa-menn ná eitthvað að styrkja sitt lið fyrir kvöldið en eins og kom fram í næstu frétt á undan hefur verið tekið upp kerfi með lánsleikmenn. Enginn vafi er á því að Helgi Páll Narfamaðr er að hræra í pottinum og svo á bara eftir að koma í ljós hver árangurinn verður.

HH