Leikur kvöldsins

Í kvöld leiða saman hesta sína Skautafélagið Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn er á svellinu í Egilshöll og hefst klukkan 19.30. Síðasti leikur Bjarnarins við Skautafélag Akureyrar var æsispennandi og skemmtilegur og því ekki von á öðru en að þessi verði það líka. Þess má geta að ókeypis er inn á leikinn í kvöld þannig að þarna gefst gott tækifæri fyrir þá sem vilja að kynna sér leikinn. Munið að koma með góða skapið og klæða ykkur vel.