Leikur kvöldsins


Úr leik liðanna á síðasta tímabili                                                                                        Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Húna og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

Fyrrnefndur leikur átti að fara fram þriðjudaginn 6. nóvember en vegna bilunar í hefli varð með stuttum fyrirvara að fresta leiknum og honum fundinn staður í kvöld. Heimaliðið í Húnum mun mæta til leiks með ágætlega sterkt lið en undanfarið hafa m.a. Sergei Zak, Dave MacIsaac leikið með liðinu. Eitthvað hefur hinsvegar verið um meiðsli hjá SR-ingum undanfarið en ekki er annað vitað en liðið muni mæta vel mannað til leiks í kvöld

HH