Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Húna og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

Húnar mæta með ágætlega mannað lið til leiks í kvöld. Varnarmaðurinn Sigurður Óli Árnason er byrjaður að stíga á ísinn að nýju ásamt Sergei Zak. Einnig mun Sturla Snær Snorrason líklegast spila með Húnum og Sigursteinn Atli Sighvatsson er einnig mættur til leiks á ný. SR-ingar hafa átt á brattann að sækja fram að þessu en ekki er vitað á þessari stundu hvernig lið þeirra verður mannað.

Ef allt fer að óskum verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á ÍHÍ síðunni og einnig stefna Bjarnarmenn að því að hafa leikinn í útsendingu á Björninn TV

HH