Leikur kvöldsins


Frá leik Húna og SR á síðasta tímabili                                                                                     Sigrún Björk Reynisdóttir

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SR Fálka og Húna og fer hann fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 20.00.

Leikurinn gæti orðið hin besta skemmtun því einhverjir leikmenn eru á leið til baka úr meiðslum eða fríi. Pétur Maack  hefur verið meiddur undanfarið  en líklegt er að hann verði með á morgun. Hjá Húnum mætir Sigursteinn Atli Sighvatsson aftur til leiks og einnig er líklegt að Sergei Zak leiki með Húnum.

Umfjöllun um leiki sem fram fóru sl. föstudag munu birtast síðar í dag þar sem leikskýrslur komu seint í hús.

HH