Leikur kvöldsins


Frá leik liðanna á síðasta tímabili.                                                                                       Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Víkinga og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Sömu lið mættust í fyrsta leiks mótsins en sá leikur fór fram í Egilshöllinni og lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu 4 mörk gegn 3 mörkum Víkinga. Það voru þó Víkingar sem höfðu yfirhöndina í byrjun þess leiks því þeir komust þremur mörkum yfir áður en Björninn náði að svara fyrir sig.

Hægt verður fyrir þá sem ekki eiga heimangengt að fylgjast með leiknum í textalýsingu hér á vef ÍHÍ.

HH