Leikur kvöldsinsLeikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Húna og SR Fálka og fer hann fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.30.

Húnar töpuðu síðasta leik sínum gegn Jötnum um síðustu helgi nokkuð stórt en umfjöllun um þann leik býður betri tíma þar sem leikskýrlsa er ekki komin í hús. Eitthvað er enn um að leikmenn séu að koma til baka eftir hlé eða hafa félagaskipti. Styrmir Friðriksson hefur hafið æfingar að nýju með liðinu í Laugardalnum og einnig hefur Viktor Örn Svavarsson sem áður lék með Birninum haft félagaskipti þangað. Dave MacIsaac leikur sinn annan leik með Húnum á tímabilinu en Dave fékk nýlega leikheimild með liðinu.

HH