Leikur kvöldsins


Úr myndasafni.                                                                                                  Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins sem fram fer í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00.

Heimamenn í SR hafa átt í nokkrum vandræðum vegna fjölda leikmann á sjúkralistanum. Kristján Gunnlaugsson, Þórhallur Viðarsson og Arnþór Bjarnason eru meðal þeirra sem eru meiddir ásamt því að einhverjir leikmenn eru fjarverandi af persónulegum ástæðum. Gestirnir í Birninum geta hinsvegar stillt upp sterku liði rétt einsog þeir hafa gert í síðustu leikjum. Það er árin ástæða til að mæta í Laugardalinn í kvöld en þessi sömu lið mættust í úrslitunum í vor og rétt einsog þá má eiga von á góðum og spennandi leik. 

HH