Leikur kvöldsins


Úr leik liðanna                                                                                                 Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Íslandsmótið í íshokkí hefst formlega í kvöld þegar Ynjur og Ásynjur mætast í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst klukkan 20.30. 

Tvær stúlkur sem léku með norðanliðunum í fyrra eru horfnar á braut. Þorbjörg Eva Geirsdóttir spilar um þessar mundir hokkí í Noregi og Hrund Thorlacius mun að öllum líkindum spila með Birninum í vetur. Liðinu hefur einnig borist liðsstyrkur en Margrét Mazmanian Róbertsdóttir fékk í dag félagskipti frá Skautafélagi Reykjavíkur. Norðankonur munu, rétt einsog tvö síðstu ár tefla fram tveimur kvennaliðum en ásamt þeim verða bæði reykjavíkurfélögin með lið.

HH