Leikur kvöldsins

Einn leikur er á dagskrá í kvöld en þá mætast Húnar og SR Fálkar í Egilshöllinni og hefst leikurinn klukkan 19.30. Leikurinn markar upphafið að þriggja leikja törn hjá Húnum á jafnmörgum dögum. 

Síðast þegar liðin mættust fóru Húnar með nokkuð öruggan sigur af hólmi því þeir unnu leikinn með tíu mörkum gegn fjórum. Í þeim leik fór miðlotan illa með SR-Fálka því þeir fengu á sig sex mörk í lotunni og þar með voru úrslitin nokkuð ráðin.

Liðslistar liðanna koma upp síðar í dag á tölfræðisíðu okkar og bein textalýsing verður frá leiknum.

HH