Leikur kvöldsins

Frá síðasta leik liðanna á Akureyri
Frá síðasta leik liðanna á Akureyri

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Heimamenn í Víkingum geta með sigri í kvöld aftur minnkað mun Bjarnarins sem nú hefur sjö stiga forskot á þá í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Víkingar eiga hinsvegar tvo leiki til góða á Bjarnarmenn og því munu þeir leggja allt kapp á að hala inn stigin þrjú. SR-ingar hafa átt erfitt uppdráttar þetta árið en liðið er þó að styrkjast smátt og smátt.

Liðslistar ættu að vera komnir á tölfræðisíðuna uppúr hádegi og í kvöld geta svo þeir sem ekki eiga heimangengt fylgst með textalýsingu af leiknum þar.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH