Leikur kvöldsins

Frá leik á íslandsmóti
Frá leik á íslandsmóti

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leik Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 20.00.

Heimamenn í SR hafa átt á brattann að sækja í allan vetur en margir ungir leikmenn félagsins hafa fengið eldskírnina þennan veturinn og sú reynsla mun reynast  þeim vel þegar fram í sækir. Gestirnir í Birninum á hinn bóginn hafa mikla breidd og síðustu vikur hefur enn verið að bætast í leikmannahóp þeirra þar sem Gunnar Guðmundsson og Róbert Freyr Pálsson eru báðir komnir heim frá Danmörku til að leika með liðinu. 

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH