Leikur kvöldsins


Frá leik á íslandsmótinu.                                                                                                                         Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavikur í meistaraflokki karla. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og fer fram í Egilshöllinni. Leikurinn sem upphaflega var gert ráð fyrir að leika á morgun, þriðjudag, var færður til að beiðni ÍBR og fer því fram á mánudegi.

Liðin léku síðast skömmu fyrir jól og lauk þeim leik með sigri Bjarnarins sem gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum SR-inga. Leikurinn var lengi vel spennandi og því góð ástæða til að mæta á svellið í kvöld.

HH