Leikur kvöldsins

Úr leik Ynja og Ásynja
Úr leik Ynja og Ásynja

Í kvöld mætast í meistaraflokki kvenna lið Ásynja og Ynja. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30 sem er klukkustund fyrr en gefið var upp í upphaflegri mótaskrá.

Síðast þegar þessi tvö lið mættust báru Ásynjur sigur úr býtum í bráðskemmtilegum leik sem fór í framlengingu. Þá tryggði Birna Baldursdóttir Ásynjum aukastigið sem í boði var og sá einnig til þess að Ásynjur eru ennþá taplausar í deildarkeppninni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem leikur þessara liða fer í framlengingu og því má búast við spennandi og skemmtilegum leik í kvöld. Unnið er að tölfræðiuppfærslu fyrir kvennaflokkinn og vonandi verður hún tilbúin síðar í dag en tengil á hana má finna hérna hægra meginn á síðunni. 

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH