Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SR Fálka og Jötna í meistaraflokki karla. Leikurinn er í Laugardalnum og hefst klukkan 20.00.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum á þessu tímabili og hafa Jötnar unnið tvo leiki en SR Fálkar einn. Þetta er síðasti leikur í karlaflokki í bili því á föstudagsmorgun heldur lið Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri til Belgrad þar sem liðið tekur þátt í 2. deild heimsmeistarmóts IIHF. Áfram verður spilað í kvennaflokki og yngri flokkum og því nóg að gera í hokkí einsog vanalega.

HH