Leikur kvöldsins


Úr leik á Íslandsmótinu                                                                                                    Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Leikur kvöldsins, og sá síðasti fyrir hátíðir, er leikur SR Fálka og Jötna í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 20.15. Síðast þegar liðin mættust höfðu Jötnar sigur með þremur mörkum gegn einu og því má eiga von á spennandi leik í kvöld. Liðslistar liðanna verða birtir uppúr hádegi á tölfræði síðunni en tengill á hana er hér á síðunni til hægri.

Við bendum svo á að fyrsti leikur eftir jólahátíðina sem er leikur SR Fálka og Húna hefur nú breyttan leiktíma en hann verður leikinn þ. 27 des klukkan 19.00

HH