Leikur kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Jötna og SR Fálka og fer leikurinn fram í skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Þetta er síðasti leikur fyrir stutt stopp vegna landsliðsæfinga sem verða um næstu helgi en þá æfa karla- og kvennalandslið ásamt landsliði skipuðu leikmönnum 20 ára og yngri. Nánar um það síðar. 

Síðast þegar þessi lið mættust unnu SR Fálkar nokkuð öruggan 6 - 1 sigur og tryggðu sér í leiðinni sín fyrstu stig. Liðslistar beggja liða eru ekki komnir í hús en verða birtir um leið og færi gefst á tölfræði síðunni en tengil á hana má finna hér hægra meginn á síðunni.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH