Leikur kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Húna og SR í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

Það er ekki mjög algengt að leikið sé á fimmtudögum á íslandsmóti enda hefur þriðjudagurinn lengi vel verið aðal leikdagur íþróttarinnar. Að þessu sinni mun þó hvert félag leika einn leik á fimmtudegi  á þessu keppnistímabili. 

Þetta er í annað skiptið sem þessi lið mætast á tímabilinu en í fyrsta leik liðana unnu SR-ingar 4 - 2 sigur á heimavelli sínum. Húnar munu án nokkurs vafa reyna að snúa dæminu við. Ekki hafa liðslistar ekki borist en menn mega eiga von á spennandi og skemmtilegum leik í kvöld.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH