Leikur kvöldsins

Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu
Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og SR í karlaflokki. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem þessi lið mætast en í fyrsta leik liðanna hafði Björninn nokkuð öruggan sigur þegar þeir gerðu fjögur mörk gegn einu marki SR-inga. Hjá Birninum hefur varnarmaðurinn Róbert Freyr Pálsson verið frá en líklegt er að hann spili á morgun. Hjá SR-ingum vantar hinsvegar Egil Þormóðsson og Jón Andra Óskarsson sem eru frá vegna meiðsla og Þórhall Viðarsson sem staddur er erlendis.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH