Leikur kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni


Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Jötna í meistaraflokki karla en leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30

Björninn mun án nokkurs vafa stilla upp sterku liði enda mannaval með miklum ágætum þar á bæ. Varnarmaðurinn Róbert Freyr Pálsson er þó fjarverandi en ætti þó bráðlega að sjást aftur á svellinu. Jötnar hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í fyrstu tveimur leikjum sínum. Norðanmenn sóttu í gær um leikheimild fyrir tvo erlenda leikmenn en ekki er enn vitað hvort hún verður gengin í gegn áður en leikur hefst. 


Bjarnarmenn hafa ákveðið að minnast fyrrum leikmanns liðsins, Þórhalls Þórs Alfreðssonar, í kvöld. Þórhallur, sem lést í bílslysi þ. 10 ágúst sl. æfði og lék með Birninum um árabil. 


HH