Leikur kvöldsins


Úr myndasafni                                                                                             Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45.

Þetta er annar leikur beggja liða en heimamenn í SR unnu sinn fyrsta leik sem var gegn Jötnum á meðan að Björninn gerði jafntefli gegn Víkingum á útivelli. Enn er að bætast við mannskap í báðum liðum. Steinar Páll Veigarsson og Gauti Þormóðsson eru komnir inn hjá SR-ingum frá því í síðasta leik en hjá Bjarnarmönnum hafa bæst við þeir Bergur Árni Einarsson og markvörðurinn Styrmir Snorrason. 

Leikmannalistar liðanna munu birtast fljótlega í Tölfræði tengli hér hægra meginn á síðunni.

HH