Leikur kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Húna og SR Fálka sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

Leikurinn í kvöld hefur töluverða þýðingu því í honum ræðst hvaða lið leika til úrslita í svokölluðum opnum flokki. Einsog staðan er núna hafa Húnar tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst síðari partinn í mars. Spurningin er hinsvegar hverjir mótherjarnir eru. Einsog staðan er núna hafa Jötnar tveggja stiga forskot á SR Fálka. Jötnar hafa þegar lokið leik í deildarkeppninni þannig að SR Fálkar þurfa sigur í kvöld, í síðasta leik sínum á tímabilinu, til að ná að komast í úrslitakeppnina.

Liðslistar liðanna birtast síðar í dag á tölfræðisíðunni okkar og þá kemur í ljós hvernig liðin stilla upp fyrir leikinn.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH