Leikur kvöldsins

Frá leik liðanna fyrr í vetur
Frá leik liðanna fyrr í vetur

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Húna og SR Fálka sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 19.30. 

Húnar unnu nokkuð sannfærandi sigur í Jötnum um liðna helgi en ekki er óliklegt að eitthvað verði um mannabreytingar hjá þeim fyrir leikinn í kvöld enda nægur mannskapur til á þeim bænum. SR Fálkar léku síðast gegn Jötnum milli jóla og nýárs og unnu þá stóran sigur. SR Fálkar ættu, rétt einsog Húnar, að geta mætt ágætlega mannaðir til leiks í kvöld. 

Mynd Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH